Dario Argento

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dario Argento árið 2007.

Dario Argento (f. 7. september 1940) er ítalskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, aðallega þekktur fyrir hryllingsmyndir og spennutrylla. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum sem gagnrýnandi en skrifaði síðar handrit með Sergio Leone að myndinni Once Upon a Time in the West. 1970 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Hver er morðinginn? (L'uccello dalle piume di cristallo). Hann sló fyrst í gegn á heimsvísu með myndinni Dökkrauður (Profondo rosso) 1975.

Dóttir hans er leikkonan Asia Argento sem hefur farið með aðalhlutverk í nokkrum mynda hans.