Fara í innihald

Dagmerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarískur sjóliði tekur niður dagmerkin kúla, tígull, kúla, sem merkir takmarkaða stjórnhæfni.

Dagmerki eru merki sem gefa stöðu skips til kynna meðan dagsbirtu nýtur við, til dæmis hvort það liggur við ankeri eða er strandað. Dagmerkin eru fjögur einföld form: keila, kúla, sívalningur og tígull. Þau eru oftast fest á línu sem er hengd í siglutopp skipsins hvert upp af öðru í þeirri röð sem kveðið er á um í alþjóðlegu siglingareglunum C-hluta. Hverju dagmerki samsvarar tiltekin samsetning siglingaljósa sem á að nota frá sólarlagi til sólarupprásar, en þá taka dagmerkin við.

Dagmerkin eru svört að lit og stærð þeirra er skilgreind í viðauka við siglingareglurnar. Þar er til dæmis tekið fram að kúla skal vera að minnsta kosti 0,6 metrar í þvermál og að fjarlægðin milli merkjanna skuli vera að minnsta kosti 1,5 metrar, en skip undir 20 metrum mega notast við minni merki. Algengt er að dagmerkin séu gerð úr léttri grind sem strigi er strekktur yfir til að auðvelt sé að fella þau saman fyrir geymslu.

Algengustu dagmerkin eru:

Staða skips Dagmerki Takmörkun
Skip undir seglum og á vél Keila >12m
Við ankeri Kúla >7m (ekki á þröngri skipaleið), >20m (á akkerislegu)
Bagað vegna djúpristu Sívalningur
Stendur á grunni 3 kúlur >12m
Stjórnvana skip 2 kúlur >12m
Með takmarkaða stjórnhæfni Kúla+tígull+kúla >12m
Skip að fiskveiðum 2 gagnstæðar keilur >20m í atvinnuskyni
Skip sem dregur Tígull Þegar lengd þess sem dregið er er >200m
Skip sem er dregið Tígull Þegar lengd þess sem dregið er er >200m