Fara í innihald

Dóttir sækonungsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dóttir sækonungsins
Neptune's Daughter
LeikstjóriEdward Buzzell
FramleiðandiJack Cummings
LeikararEsther Williams
DreifiaðiliMetro-Goldwyn-Mayer
FrumsýningFáni Bandaríkjana 9. júní 1949
Lengd95 mín
Tungumálenska
Ráðstöfunarfé2.221.000
Heildartekjur5.773.000
Dóttir sækonungsins.

Dóttir sækonungsins (enska: Neptune's Daughter) er bandarísk rómantísk söngvamynd frá 1949 með Esther Williams, Ricardo Montalbán, Red Skelton og Betty Garrett í aðalhlutverkum. Leikstjóri var Edward Buzzell og myndin kom út hjá Metro-Goldwyn-Mayer. Óskarsverðlaunalag Frank Loesser, „Baby, It's Cold Outside“, var frumflutt í myndinni.

Þetta var þriðja myndin þar sem Williams og Montalbán léku á móti hvert öðru, á eftir Fiesta (1947) og Hawaii-nætur (1948), og önnur mynd Williams með Red Skelton á eftir Sundmærin (1944). Myndin var ein af þeim fyrstu sem sýnir sjónvarp.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.