Dósaupptakari
Dósaupptakari er verkfæri sem notað er til að opna dósir. Þó að matur hefði verið niðursoðinn og geymdur í dósum í Hollandi síðan 1772 var dósaupptakarinn ekki fundinn upp til 1855 á Bretlandi og 1858 í Bandaríkjunum. Þessi verkfæri voru í raun og veru dósahnífar en þeir fást ennþá í dag. Fyrsti dósaupptakarinn með snúandi skurðarhjóli, sem fer um hringinn á dósinni og sker lokið opið, var fundinn upp árið 1870. Fólki fannst það erfitt að nota svona dósaupptakara því var hann ekki mjög vinsæll á þeim tíma. Bylting kom árið 1925 þegar öðru hjóli með tönnum var bætt við dósaupptakarann, sem hélti skurðarhjólinu föstu við hringinn á dósinni. Þessi hönnun sem er einföld í notkun er sú vinsælasta í dag.
Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar voru nokkrar aðrar útgáfur af dósaupptakaranum þróaðar fyrir herinn, eins og P-38 og P-51 í Bandaríkjunum. Þessir voru dósahnífar sem voru einfaldir í hönnun og sterkir með samanbrjótanlegu blaði og engu handfangi. Þeir voru líka miklu minni en venjulegir dósaupptakarar. Rafdósaupptakarinn var fundinn upp á sjötta áratugnum og var hann nokkuð vinsæll. Nýjar tegundir af dósaupptökurum eru ennþá þróaðar í dag, en nýjasta útgáfan sker um hlíðina á dósinni þannig að brúnin sé ekki svo beitt.