Dómkirkjan í Granada

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framhlið dómkirkjunnar í Granada
Framhlið dómkirkjunnar í Granada

Dómkirkjan í Granada er rómversk kaþólsk kirkja í Andalúsíu. Kirkjan er ólík öðrum dómkirkjum á Spáni vegna þess að það var ekki byrjað að byggja hana fyrr en á 16. öld. Aðrar dómkirkjur á Spáni voru byggðar á 14. eða 15. öld. Ástæðan fyrir því að kirkjan var byggð svo seint var sú að Granada var lengi í höndum múslima eða til ársins 1492 þegar Nasrid, síðasti leiðtogi múslima tapaði umsátrinu um Granada fyrir kaþólsku konungunum Ferndinand og Ísabellu. Bygging kirkjunnar hófst snemma á 16.öld á dögum spænsku endurreisnarinnar.

Kirkjan var reist í miðri borginni á tímum Karls V. Það tók meira en 180 ár að byggja kirkjuna. Fyrirmynd hennar var dómkirkjan í Toledo sem er í gotneskum stíl sem var frekar algengur á fyrstu áratugum á 16. aldar.

Arkitektar kirkjunnar voru Diego Siloe, Enrique de Egas, Felipe Bigarny og Juan Gil de Hontañón. Þeir voru allir uppi hver á sínum tíma og settu því hver sitt mark á kirkjuna, en það er orsökin fyrir sérstakri hönnun gerð kirkjunnar. Kirkjan er eitt af helstu kennileitum Suður-Spánar. Kirkjan er byggð í gotneskum, endurreisnar-og barokkstíl. Bygging kirkjunnar var stöðvuð í nokkurn tíma þegar aðeins var búið að klára framhlið hennar. Áætlað var að byggja tvo 80 metra háa turna en aðeins annar var byggður. Lækka þurfti turninn sem var byggður vegna þess að burðarvirki kirkjunnar gat ekki haldið honum uppi. Dómkirkjan í Granada er í raun ókláruð og óvíst er hvort kirkjan verði einhvern tímann kláruð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Nayler, M. (2017, 12. maí). A Brief History of Granada Cathedral. Sótt 18. apríl af https://theculturetrip.com/europe/spain/articles/a-brief-history-of-granada-cathedral/