Díkarboxýlsýra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Díkarboxýlsýrur eru lífræn efnasambönd með tvo karboxýlsýruvirknihópa. Sameindaformúla díkarboxýlsýra er oft rituð sem samhverfa HOOC-R-COOH þar sem R getur verið ýmist alkýl-, alkenýl-, alkýnýl- eða arýl-hópur.

Dæmi um díkarboxýlsýrur eru oxalsýra (HOOC-COOH), malónsýra (HOOC-(CH2)-COOH), rafsýra (HOOC-(CH2)2-COOH), glútarsýra (HOOC-(CH2)3-COOH), adipínsýra (HOOC-(CH2)4-COOH) og þalsýra (C6H4(COOH)2).

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.