Fara í innihald

Svanir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Cygnus)

Svanir (Cygnus) eru ættkvísl fugla af andaætt (anatidae) og eru meðal stærstu fljúgandi fugla. Endur og gæsir eru skyldar tegundir. Sex tegundir svana eru til:

  • Álft (Cygnus cygnus): Evrópa, Asía.
  • Hnúðsvanur (Cygnus olor): Evrópa og austur-Rússland. Innflutt tegund í Norður-Ameríku.
  • Lúðursvanur (Cygnus buccinator): Norður-Ameríka.
  • Dvergsvanur (Cygnus columbianus): Evrasía og N-Ameríka.
  • Svarthálsasvanur (Cygnus melancoryphus) : Suður-Ameríka.
  • Svartsvanur (Cygnus atratus) : Ástralía. Dó út á Nýja-Sjálandi en var flutt inn aftur af mönnum.

Svanir finna sér lífsförunaut út ævina en geta skilið, ef ungar komast ekki á legg eða makinn deyr. Fjöldi eggja er vanalega frá 3-8 og hjálpar karlfuglinn við hreiðurgerð og að sitja á eggjunum. Þeir hafa tenntan gogg þ.e. oddhvassar nibbur á honum. Þeir éta bæði plöntur og smádýr.

Svani má helst finna í tempruðu loftslagi og eru 4 tegundanna bundnar við norðurhvel. Norðurtegundirnar eru alhvítar en suðurtegundir með svartan og hvítan lit