Fara í innihald

Culver Field

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Culver Field er fyrrum hafnaboltavöllur staðsettur í Rochester í New York-borg. Culver Field stendur við norðurhorn University-götu og Culver-götu. Hann var heimavöllur Rochester Broncos liðsins frá 1886 þangað til hann brann árið 1892. Völlurinn var endurbyggður fyrir leiktíðina 1898 og var þá orðinn heimavöllur liðsins Rochester Beau Brummels í áratug. Árið 1906 féll hægri áhorfendapallur vallarins, margir meiddust og leiddi það til margra lögsókna. Eftir leiktíðina árið 1907 eignaðist Gleason Works völlinn og breyttu í iðjuver sem stendur enn þann dag í dag á svæðinu.[1]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Red Wings Baseball History