Crymogæa
Útlit
- Fyrir bókaútgefendann, sjá Crymogea.
Crymogæa er fræðirit eftir Arngrím Jónsson lærða sem gefið var út á latínu í Hamborg 1609[1] en ritað á tímabilinu 1593–1603 [2]. Heiti ritsins merkir „Ísland“ á grísku en einnig er það stundum kallað „Hrímland“[3]. Ritinu var ætlað að leiðrétta hugmyndir útlendinga um Ísland og segir sögu Íslands frá landfundum til síðari hluta 16. aldar. Arngrímur yfirfærði þar hugmyndir úr fornmenntastefnu um forn tungumál á borð við latínu og grísku yfir á íslensku og boðaði málverndarstefnu.[4]
Heimildir og tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „„Icelandic sagas around 1600." eftir Árna Daníel Júlíusson“ (pdf). Sótt 2. janúar 2007.
- ↑ http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/2343
- ↑ Gunnar Karlsson. „Vísindavefurinn:Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?“.