Cope2
Fernando Carlo, þekktur sem Cope2, er bandarískur grafflistamaður frá Bronx í New York-borg. Hann fékk viðurkenningu í graffheiminum um miðjan tíunda áratuginn. Hann hefur málað síðan 1985.
Hann og félagar hans í hópnum „Kings Destroy“ (upphaflega „Kids Destroy“, „Killa Dawgs“, „Keeping dollars“ eða einfaldlega KD) eru aðalleikarar í heimildarmyndinni Kings Destroy frá 1999.
Cope2 hefur verið handtekinn af lögreglu New York-borgar in fyrir skemmdarverk, þjófnað og eiturlyfjasölu. Handtakan leiddi til þess að hann gaf út 272 blaðsíðna bók um graffverkin sín, Cope2: True Legend.
Cope2 byrjaði að graffa í kringum 1980. Frændi hans Chico 80 kynnti graffið fyrir honum og það var mikið um það í fjölskyldunni hans. Árið 2006 kom Cope2 fram í tölvuleiknum Mark Ecko's Getting Up: Contents Under Pressure sem einn af „goðsögum graffsins“.
Time Magazine borguðu Cope2 $20.000 dollara til að gera auglýsingu í hverfinu SoHo á Manhattan, á horni Houston og Wooster. Auglýsingin er full af veggjalist og textinn segir „Post-Modernism? Neo-Expressionism? Just Vandalism? Time. Know why“. Cope2 hefur gert skó fyrir Converse undir heitinu „Chuck Taylor All-Stars“. Cope2 er líka þekktur fyrir loftbólustafina sína, en loftbólustafirnir voru fundnir upp af graffitilistamanninum Cap.
Verk Cope2 sjást á nokkrum veggjum í tölvuleiknum Grand Theft Auto IV.