Fara í innihald

Grand Theft Auto IV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grand Theft Auto IV er hasar-ævintýra leikur gefinn út af Rockstar Games 28. apríl 2008. Hann er sjötti tölvuleikurinn í Grand Theft Auto seríunni. Leiksvið GTA IV er Liberty City, skálduð bandarísk stórborg byggt á New York City. Aðalpersónan er Niko Bellic sem er uppgjafahermaður frá Austur-Evrópu. Leikurinn snýst um viðleitni Nikoar til að flýja fortíð sína á meðan að hann er undir stanslausum þrýstingi völdugum glæpamönnum.

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.