Coniston Water

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Coniston Water.

Coniston Water er vatn í Cumbria á norður-Englandi, nánar tiltekið í Lake District og er þriðja stærsta vatn svæðisins (eftir Windermere og Ullswater). Lengd þess er um 8,8 kílómetrar og er mesta breidd 800 metrar. Dýpt er mest 56 metrar. Crake-fljót rennur úr vatninu til sjávar.

Feðgarnir Malcolm og Donald Campbell settu hraðamet á vatninu frá 1956 til 1966. Donald lést á vatninu árið 1967 þegar hann reyndi að bæta metið. Lík hans og bátur fundust árið 2001.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Coniston Water“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóv. 2019.