Ullswater
Útlit
Ullswater er vatn í Cumbria á norður-Englandi, nánar tiltekið í Lake District og er annað stærsta stöðuvatn þar á eftir Windermere. Lengd þess er um 11 kílómetrar og er mesta breidd um 1 kílómetrar. Dýpt er mest 63 metrar. Nokkur þorp eru við vatnið og er vinsælt að ganga í umhverfi þess og sigla.
Nafnið er talið vera komið af norræna orðinu úlfur.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Ullswater“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóv. 2019.