Columbine fjöldamorðin
Fjöldamorðin í Columbine áttu sér stað 20. apríl árið 1999 í Columbine, Colorado, í Bandaríkjunum. Nemendur gagnfræðiskólans Columbine, þeir Eric David Harris og Dylan Bennet Klebold skipulögðu og framkvæmdu skotárás á skólann. Árásin var á þeim tíma stærsta skotárás sem hafði verið gerð á menntastofnun í Bandaríkjunum og sú sem hefur öðlast mestu frægð og umfjöllun í bæði fjölmiðlum og vinsælli dægurmenningu samtímans.
Eric og Dylan náðu að myrða 13 manns og særa 24 í árásinni, fullorðna og unglinga, áður en þeir frömdu sjálfsmorð sjálfir, þá aðeins 17 og 18 ára gamlir. Báðir voru þeir nemendur í skólanum og jafnaldrar og kunningjar þeirra á meðal hinna myrtu. Í kjölfar árásarinnar varð gríðarlegt fjölmiðlafár og félagslegt uppþot sem hefur gert Columbine skotárásina eina sá alræmdustu sem hefur verið framin.[1]
Báðir fæddir árið 1981, Eric í Wichita í Kansas og Dylan í Lakewood í Colorado. Dylan sjálfur var alinn upp í grennd við Columbine en Eric fluttist með fjölskyldu sinni til Colorado árið 1993 og kynntust þeir hvor öðrum í 7. bekk þegar báðir gengu í Columbine gagnfræðiskólann í Littleton í Colorado. Þeir urðu fljótlega mjög nánir hvor öðrum og hafa bæði fjölskyldumeðlimir þeirra og vinir lýst þeim sem nær óaðskiljanlegum sálufélögum.[2] Þeim var lýst sem óvinsælu og einrænu tvíeyki sem varð reglulega fyrir aðkasti og einelti frá vinsælli nemendum skólans en Columbine skólinn var þekktur fyrir að ríkjandi "fótboltastráka menningu" sem félagarnir féllu ekki inn í. Báðir höfðu áhuga á hugvísindum, sagnfræði og heimspeki, og þar á meðal kenningum alræmdra heimspekinga á borð við Friedrich Nietzche [3] ásamt sívaxandi áhuga á skotvopnum, þungarokki og ofbeldisfullum tölvuleikjum.
Eftir árásina fóru á loft miklar getgátur um ástæður árásarinnar og mögulega áhrifavalda, þar voru Friedrich Nietszche, tölvuleikurinn Doom og tónlistarmenn á borð Marilyn Manson meðal annars sem kennt var um að hafa hvatt drengina til þess að fremja ódæðisverkið.