Fara í innihald

Codex Seraphinianus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Codex Seraphinianus er nútímalistaverk sem gefið upprunalega út árið 1981 en verkið er myndskreytt alfræðirit sem lýsir ímynduðum heimi. Verkið er skapað af Luigi Serafini en hann er ítalskur listamaður, arkitekt og hönnuður. Hann vann að Codex Seraphinianus í þrjú ár frá 1976 til 1978. Bókin er 360 blaðsíður og er handskrifuð á tilbúnu tungumáli.