Clawfinger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zak Tell úr Clawfinger. 2009.

Clawfinger er sænsk þungarokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1989. Sveitin blandar saman þungarokki, rappi, industrial metal og raftónlist. Hún hefur samið pólitíska texta og á m.a. lagið Nigger sem er andrasískt. Hljómsveitin hefur endurhljóðblandað efni fyrir Rammstein og hefur notið talsverðra vinsælda í Þýskalandi.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Zak Tell – Söngur (1989-2013, 2017–)
  • Jocke Skog – Hljómborð, bakraddir (1989-2013, 2017–)
  • Bård Torstensen – Gítar (2003-2013, 2017–), rytmagítar (1990-2013, 2017–)
  • André Skaug – Bassi (1992-2013, 2017–)
  • Micke Dahlén – Trommur (2008-2013, 2017–)

Fyrrum meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Erlend Ottem – Gítar (1990–2003)
  • Morten Skaug – Trommur (1992–94)
  • Ottar Vigerstøl – Trommur (1994–97)
  • Henka Johansson – Trommur (1997–2008)

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Deaf Dumb Blind (1993)
  • Use Your Brain (1995)
  • Clawfinger (1997)
  • A Whole Lot of Nothing (2001)
  • Zeros & Heroes (2003)
  • Hate Yourself with Style (2005)
  • Life Will Kill You (2007)