Clark Gable
Útlit
William Clark Gable (1. febrúar, 1901 – 16. nóvember, 1960) var bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Rhett Butler í kvikmyndinni Á hverfanda hveli (Gone With the Wind) frá 1939. Hann vann Óskarsverðlaun einu sinni, fyrir hlutverk sitt í rómantísku gamanmyndinni Það gerðist um nótt (It Happened One Night) frá 1934. Meðal annarra þekktra mynda hans má nefna Uppreisnin á Bounty (The Mutiny on the Bounty - 1935) og Það hófst í Napólí (It Started in Naples - 1960). Síðasta kvikmyndin sem hann lék í var Gallagripir (The Misfits - 1961) en það var líka síðasta kvikmynd Marilyn Monroe. Hann lést úr kransæðastíflu aðeins 59 ára að aldri.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Clark Gable.
Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.