Christoph Willibald Gluck

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Gluck, máluð af Joseph Duplessis árið 1775.

Cristoph Willibald (von) Gluck (2. júlí 1714 - 15. nóvember 1787) var þýskt tónskáld á klassíska tímabilinu. Hann er einkum þekktur sem eitt mikilvægasta óperutónskáld þess tímabils og það verk hans sem einna frægast er í dag er óperan Orfeo ed Euridice (Orfeus og Evredís). Meðan nýjunga hans í óperusmíð voru að hann fór að sleppa algjörlega resitatívinu (talaða hlutanum), og reyna að minnka mikilvægi frægu söngvaranna og auka mikilvægi söguþráðarins, en á þeim tíma voru óperur oft hálfgert samdar í kringum ákveðna söngvara og því sem næst lausar við söguþráð. Þetta lagði grunninn fyrir síðari tíma óperumeistara svo sem Wagner. Fólk var þó ósammála um hversu sniðugar þessar breytingar væru á ævi Glucks sjálfs. Gagnrýnendur skiptust í tvær fylkingar, önnur sem studdi endurbætur Glucks og hina sem studdu hinn hefðbundnari Niccolò Piccinni. Gluck vann meirihluta starfsævi sinnar í Vín, en lærði í Prag og bjó einnig í nokkur ár í París. Hann var gerður að riddara af Benedikt XIV páfa árið 1756 og eftir það notaði hann titilinn Ritter von Gluck eða Chevalier de Gluck.