Chloé Zhao
Chloé Zhao | |
---|---|
Fædd | 31. mars 1982 |
Þjóðerni | Kínversk |
Menntun | Mount Holyoke-háskóli (BA) New York-háskóli (MFA) |
Störf | Kvikmyndaleikstjóri |
Chloé Zhao (kínverska: 赵婷; pinyin: Zhào Tíng; f. 31. mars 1982) er kínverskur[1] kvikmyndagerðarmaður sem er einna helst þekkt fyrir störf sín í sjálfstæða kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum.
Fyrsta kvikmynd hennar, Songs My Brothers Taught Me (2015) var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem hún hlaut mikið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Independent Spirit-verðlaunanna sem besta kvikmyndin. Önnur kvikmynd hennar, The Rider, (2017) hlaut einnig jákvæðar viðtökur og var tilnefnd til Independent Spirit-verðlauna sem besta myndin auk þess sem Zhao var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu leikstjórnina.
Zhao náði frekari velgengni með kvikmyndinni Nomadland (2020), sem vakti alþjóðlega athygli og vann til fjölda verðlauna, meðal annars til Gullljónsins á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, áhorfendaverðlaunanna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó og Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin. Zhao vann Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn við 93. veitingu verðlaunanna árið 2021 auk þess sem hún var sæmd verðlaunum Samtaka bandarískra kvikmyndaleikstjóra, Golden Globe-verðlaunum og verðlaunum bresku kvikmyndaakademíunnar. Zhao er önnur konan[2][3] sem hefur unnið Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn, á eftir Kathryn Bigelow[4] sem vann árið 2010 fyrir Sprengjusveitina.[5] Zhao er fyrsta asíska konan sem hefur unnið verðlaunin. Fréttir um verðlaunin voru ritskoðaðar í Kína og á kínverskum samfélagsmiðlum.[6][7]
Zhao leikstýrði Marvel-ofurhetjumyndinni Eternals[1] sem var frumsýnd í nóvember 2021.[1]
Deilumál
[breyta | breyta frumkóða]Chloé Zhao flutti frá Kína þegar hún var 15 ára til að nema í Bretlandi og settist síðan að í Bandaríkjunum.[8] Brottflutningur hennar og gagnrýni hennar gegn kínverskum stjórnvöldum hafa leitt til þess að í Kína líta margir á Zhao sem „svikara“.[9] Í viðtali sem Zhao veitti tímaritinu Filmmaker Magazine árið 2013 sagði Zhao að hún minntist þess að í Kína barnæsku hennar hefðu „lygar verið um allt“.[10]
Árið 2021 varð viðtal Zhao við ástralska vefmiðilinn News.com umdeilt þegar textanum var breytt milli tveggja útgáfa.[8] Í fyrri útgáfu viðtalsins var haft eftir henni: „Bandaríkin eru núna [now] mitt land“. Viðtalið var síðar leiðrétt og tilvitnunin varð: „Bandaríkin eru ekki [not] mitt land“.[11]
Kvikmynd Zhao, The Rider, var ekki sýnd í Kína.[8] Nomadland átti að koma út í landinu í apríl árið 2021 en þar var myndinni hótað ritskoðun.[12]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]- 2008 : Post (stuttmynd)
- 2009 : The Atlas Mountains (stuttmynd)
- 2010 : Daughters (stuttmynd)
- 2011 : Benachin (stuttmynd)
- 2015 : Songs My Brothers Taught Me
- 2017 : The Rider
- 2020 : Nomadland
- 2021 : Eternals
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Stevens, Matt (1. mars 2021). „Chloé Zhao becomes the first Asian woman and second woman overall to win the Golden Globe for best director“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Sharf, Zack (1. mars 2021). „Chloé Zhao Makes Golden Globes History as Second Woman to Win Best Director Prize“. IndieWire (enska). Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Barnes, Brooks; Sperling, Nicole (25. apríl 2021). „'Nomadland' Makes History, and Chadwick Boseman Is Upset at the Oscars“. The New York Times. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „Oscars 2021: Nomadland's Chloé Zhao scoops historic best director win“. CNET. Jennifer Bisset. 27. apríl 2021. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Scott, A. O. (25. júní 2009). „Soldiers on a Live Wire Between Peril and Protocol“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „Golden Globes: 'Tears' as Chloe Zhao becomes first Asian woman to win best director“. BBC News (bresk enska). 1. mars 2021. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Qin, Amy; Chien, Amy (27. apríl 2021). „China Censors Chloé Zhao's Oscar Win, but Fans Find Ways to Rejoice“. The New York Times. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 „En Chine, le cinéma et les artistes sont priés de voir rouge“ (franska). 6. apríl 2021. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „Malgré son Golden Globe, Chloé Zhao est perçue comme une "traîtresse" en Chine“ (franska). Huffington Post. 6. mars 2021. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Scott Macaulay. „Parting Shot: Chloé Zhao“ (enska). Filmmaker Magazine. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „How Chloe Zhao captured the American heartland in Nomadland“ (enska). 24. desember 2020. Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ „Pourquoi la réalisatrice de Nomadland risque d'être censurée en Chine“ (franska). Konbini - All Pop Everything : #1 Media Pop Culture chez les Jeunes. Sótt 27. apríl 2021.