Fara í innihald

Chikungunya

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Chikungunya sótt er smitsjúkdómur sem stafar af Chikungunyaveiru (CHIKV). Einkennin eru skyndilegur sótthiti, kölduköst, útbrot, höfuð- og liðverkir. Einkenni koma vanalega fram tveimur til tólf dögum eftir sýkingu. Einkenni lagast vanalega innan einnar viku en þó geta liðverkir verið til staðar í mánuði eða ár. Dauðsföll eru um 1 af 1000. Mest hætta á alvarlegum sjúkdómi er hjá mjög ungum og öldruðum sjúklingum og fólki með undirliggjandi heilsuvandamál.

Veirusýking af völdum chikungunya smitast milli fólk gegnum bit moskítóflugna af gerðunum Aedes albopictus og Aedes aegypti. Þessar flugur bíta aðallega að degi til. Veiran getur smitast í dýr svo sem fugla og nagdýr. Sjúkdómsgreining er annað hvort með að gera blóðprufu og athuga hvort þar finnst RNA úr veirunni eðað mótefni fyrir henni.

Einkenni chikungunya sýkingar er stundum misgreind sem beinbrunasótt eða zika veiki. Talið er að ónæmi myndist hjá þeim sem fær þessa sýkingu einu sinni.