Chester Bennington

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bennington.

Chester Charles Bennington (fæddur 20. mars 1976 í Phoenix, Arizona; látinn 20. júlí 2017 í Palos Verdes, Kaliforníu) var bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur. Bennington var best þekktur sem söngvari nu metal-hljómsveitarinnar Linkin Park. Einnig var hann meðlimur Dead by Sunrise og Stone Temple Pilots (2013-2015).

Árið 2017 framdi Bennington sjálfsmorð. Hann hafði áður glímt við vímuefnafíkn og orðið fyrir líkamlegri og kynferðislegri misnotkun í æsku. Hann lét eftir sig eiginkonu og 6 börn.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Chester Bennington“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. júlí 2017.