Tsjeljabínsk-steinninn
Útlit
(Endurbeint frá Chelyabinsk steinninn)
Tsjeljabínsk-steinninn var loftsteinn sem splundraðist sunnan yfir borginni Tsjeljabínsk í Rússlandi þann 15. febrúar 2013 en þá kom 17 til 20 metra breitt smástirni inn í lofthjúpinn yfir Úralfjöllum og varð að einstaklega skærum vígahnetti. Steinninn sprakk í rúmlega 23 km hæð yfir jörðu um 40 km sunnan við borgina en íbúar þar voru um ein milljón. Við sprenginguna varð til öflug höggbylgja sem skall á borginni og var sprengingin næstum 30 sinnum öflugri en Hiroshima-kjarnorkusprengjan.