Changer
Útlit
Changer er íslensk þungarokkshljómsveit sem stofnuð var árið 1999 á Akureyri af trommaranum Kristján B. Heiðarssyni. Fyrsta plata Changer var eins manns verkefni hans. Stíll sveitarinnar hefur verið í ætt við dauðarokk, þrass og metalcore.
Árið 2000 flutti Kristján til Reykjavíkur og setti saman hljómsveit og Changer hóf að spila á tónleikum. Hljómsveitin hefur breytt margsinnis um liðskipan en með Kristján sem fastan meðlim.
Changer kom saman aftur 2021/2022 eftir langt hlé og gaf út nýja stuttskífu.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- January 109 (2000)
- Scenes (2004)
- Darkling (2010)
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Inconsistency (2001)
- Breed the Lies (2006)
- Pledge of the Dying (2022)