Catherine Hardwicke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Catherine Hardwicke

Catherine Hardwicke (fædd 21. október 1955) er bandarískur leikstjóri. Hún hefur leikstýrt mörgum vinsælum myndum, þar á meðal unglingamyndinni Thirteen frá árinu 2003, The Nativity Story og vampírumyndinni Twilight. Opnunarhelgi Twilights var tekjuhæsta opnunarhelgi allra tíma fyrir kvenkyns leikstjóra. Næsta mynd Hardwickes heitir Red Riding Hood og er ný útgáfa af klassísku þjóðsögunni Rauðhettu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.