Fara í innihald

Casus mixtus cum culpa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Casus mixtus cum culpa er regla í kröfurétti er kveður á um að lánþegi hlutar beri ábyrgð á skemmdum er verða á verðmæti þegar þær eiga sér stað í tengslum við notkun sem eigandi verðmætisins hafði ekki samþykkt. Reglunni er meðal annars beitt þegar lántakinn notar verðmætið með öðrum hætti og sömuleiðis ef skemmdirnar eiga sér stað eftir að hann átti að skila því. Hvað sönnunarbyrði varðar ber eigandi verðmætisins ábyrgð á að sýna fram á að orsakasamband hafi verið á milli hinni óleyfilegu nota og tjónsins en lántakinn ber hana vilji hann sýni fram á að skemmdirnar hafi átt sér stað í tengslum við heimilaða notkun verðmætisins.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.