Fara í innihald

Castellón de la Plana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Plaza mayor.

Castellón de la Plana (katalónska: Castelló de la Plana) eða Castellón / Castelló er höfuðborg Castellón-héraðs í sjálfstjórnarsvæðinu Valensía á austur-Spáni. Íbúar í Castellón voru 170,888 árið 2018 og var borgin fjórða fjölmennasta borgin í Valensíu eftir Valènciu, Alicante og Elche.

Fyrsta þekkta bygging Castellón var márískur kastali en bærinn sjálfur var stofnaður árið 1251 eftir að Márar véku.