Fara í innihald

Hundaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Canidae)
Hundaætt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Bowdich (1821)
Ætt: Hundaætt (Canidae)
G. Fischer de Waldheim (1817)
Ættkvísl

Hundaætt er ætt spendýra, sem eru kjötætur og alætur. Til hennar teljast hundar, úlfar, sléttuúlfar, sjakalar og refir. Þessi dýr eiga það m.a. sameiginlegt að ganga öll á tánum.

Flokkun hunda

[breyta | breyta frumkóða]

Hafa ber í huga að skipting hundaættarinnar í „refi“ og „eiginlega hunda“ er hugsanlega ekki í samræmi við raunverulegan skyldleika þeirra og að ekki ríkir full sátt meðal fræðimanna um flokkun sumra hundaætta. Nýlegar DNA rannsóknir hafa á hinn bóginn sýnt að skiptingin í undirættir hunda (canini) og refa (vuplini) sé réttmæt, að tveimur ættkvíslum undanskildum: Nyctereutes og Otocyon. Þetta eru hópar utangarðs hundadýra sem eru hvorki náskyld hundum né refum.

Speothos og Chrysocyon eru frumstæðar ættkvíslir hunda-undirtegundarinnar en færa má rök fyrir því að þær megi setja í eigin hóp út af fyrir sig. Vera má að ættkvíslin Cuon tilheyri í raun undirætt hunda en vísbendingar eru um að ættkvíslirnar alopex og fennecus séu ekki réttmætar ættkvíslir, heldur tilheyri þær báðar ættkvísl refa (vulpes).

Sumir flokka tamda hunda sem tegundina Canis familiaris en aðrir (þ.á m. Smithsonian stofnunin Samtök bandarískra spendýrafræðinga) flokka tamda hunda aftur á móti sem undirtegund úlfa (þ.e. Canis lupus familiaris).

Rauðúlfurinn er ef til vill sérstök tegund. Og ef til vill einnig Dingóar, sem eru ýmist flokkaðir sem Canis lupus dingo, Canis dingo eða Canis familiaris dingo.