Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu
Útlit
(Endurbeint frá CSCE)
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skammstafað ÖSE (á ensku Organization for Security and Co-operation in Europe einnig skammstafað OSCE), er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1973 sem CSCE (Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu skammstafað RÖSE[1]) en nafninu var breytt árið 1990 og verkefnin endurskilgreind í kjölfar hruns kommúnismans. 56 ríki frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku eiga aðild að stofnuninni. Tilgangur stofnunarinnar er að koma í veg fyrir vopnuð átök, stjórnun neyðarástands og enduruppbyggingu á átakasvæðum.
Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vínarborg í Austurríki.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2007. Sótt 9. ágúst 2007.