Fara í innihald

C++

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
C++
Hannað afBjarne Stroustrup
Kom fyrst út1985; fyrir 40 árum (1985)
Skráarending.C, .cc, .cpp, .cxx, .c++, .h, .H, .hh, .hpp, .hxx, .h++
Vefsíðaisocpp.org

C++ (enska: „C Plus Plus“, ˌsiːˌplʌsˈplʌs, en á íslenskuC plús plús“ sagt „sé plús plús“) er forritunarmál búið til af danska tölvunarfræðingnum Bjarne Stroustrup, sem viðauki with C forritunarmálið, þá nefnt „C with classes“ (ísl. C með klösum). Forritunarmálið hefur þróast umtalsvert í tímanns rás, og nútíma C++ er hefur hlutbundna (e. object-oriented), „generic“, og „functional“ eiginleika. Margir aðilar bjóða upp á C++ þýðendur, meðal annars Free Software Foundation, LLVM, Microsoft, Intel, Oracle og IBM, og þeir eru til fyrir mörg stýrikerfi (öll algengustu). Frá 1990 hefur C++ verið eitt af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Það er t.d. notað, beint eða óbent, til að búa til flesta tölvuleiki (eða hið minnsta flest vinsæl „game engine“, sem flestir leikir er svo búnir til með; líklega nota flestir leikjaforritarar ekki C++ nema óbeint, frekar önnur mál, og það á líka við um marga aðra forritara).

C++ er staðlað mál af ISO, og nýjasti staðallinn frá í desember 2020 er ISO/IEC 14882:2020 (óformlega kallað C++20). C++ var fyrst staðlað 1998 sem ISO/IEC 14882:1998, síðan endurbætt með C++03, C++11, C++14 og C++17. Núverandi C++ staðall bætir við ýmsum eiginleikum, t.d. module-kerfi (mörg önnur forritunarmál hafa haft samsvarandi kerfi mun lengur) og stækkað forritasafn sem fylgir með (e. standard library). Fyrir upphaflegu stöðlunina frá 1998, var C++ þróað af Bjarne hjá Bell Labs síðan 1979 sem viðbót við C málið; hann vildi hagkvæmt og þjált mál svipað C sem hefði líka æðri (e. higher-level) eiginleika fyrir uppbyggingu forrita (e. program organization). Síðan 2012 hefur ný útgáfa komið út á þriggja ára fresti og næsta útgáfa C++23, sem er nánast tilbúin, er væntanleg 2023 (og sumir þýðendur styðja nú þegar að hluta).

#include <iostream>
int main()
{
    std::cout << "Hello, world!\n";
}
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.