Bóndarós
Bóndarós | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Útbreiðslusvæði Paeonia.
|
Bóndarós er blómplanta af ættkvíslinni Paeonia sem er eina ættin innan bóndarósarættar (Paeoniaceae). Bóndarós er upprunnin í Asíu, Suður-Evrópu og vesturhluta Norður-Ameríku. Gríska nafnið á bóndarós er kennt við lækninn Paion sem samkvæmt Ilíonskviðu Hómer á að hafa grætt sár Aresar, sem hann hlaut í Trójustríðinu með smyrslum sem unninn voru úr bóndarós. Talið er að til séu að minnsta kosti 25 tegundir bóndarósa. Flestar tegundir bóndarósa eru fjölærar jurtir sem eru 0.5 til 1.5 m háar en sumar eru runnar eða lítil tré og eru þá milli 1.5 og 3 m háar. Þær hafa fingruð laufblöð og margar ilma. Blómlitur er frá rauðu yfir í hvítt eða gult og blómgun er seint á vorin eða snemma sumars.
Jurtkenndum bóndarósum er fjölgað með rótargræðlingum en trjábóndarósum með ágræðslu, skiptingu, fræum og græðlingum. Ágræðsla er algengust í ræktunarstöðvum. Það sem er ofanjarðar á Jurtkenndum bóndarósum eins og Paeonia lactiflora deyr á hverju hausti en stönglarnir vaxa upp aftur á hverju vori. Trjábóndarósir fella laufin en stofninn helst.
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]- Jurtkennar bóndarósir (um 30 tegundir)
- Paeonia abchasica
- Paeonia anomala (Hjarnbóndarós)
- Paeonia bakeri
- Paeonia broteri
- Paeonia brownii (Brown's peony)
- Paeonia californica (California peony)
- Paeonia cambessedesii (Majorcan peony)
- Paeonia caucasica
- Paeonia clusii
- Paeonia coriacea
- Paeonia daurica
- Paeonia daurica subsp. mlokosewitschii (golden peony)
- Paeonia emodi
- Paeonia hirsuta
- Paeonia intermedia
- Paeonia japonica (Japanese peony)
- Paeonia kesrouanensis (Keserwan peony)
- Paeonia lactiflora'S' (Silkibóndarós eða Kínversk bóndarós)
- Paeonia macrophylla
- Paeonia mairei
- Paeonia mascula (Balknesk bóndarós)
- Paeonia obovata
- Paeonia officinalis (Evrópubóndarós)
- Paeonia parnassica (Grísk bóndarós)
- Paeonia peregrina
- Paeonia rhodia
- Paeonia sinjiangensis
- Paeonia sterniana
- Paeonia steveniana
- Paeonia tenuifolia (Þráðbóndarós)
- Paeonia tomentosa
- Paeonia veitchii ([Lotbóndarós])
- Paeonia wittmanniana
- Trjákenndar bóndarósir (um 8 tegundir)
- Paeonia decomposita
- Paeonia delavayi (Delavay's trjábóndarós)
- Paeonia jishanensis (syn. P. spontanea; Jishan bóndarós)
- Paeonia ludlowii (Ludlow's trjábóndarós)
- Paeonia ostii (Osti's bóndarós)
- Paeonia qiui (Qiu's bóndarós)
- Paeonia rockii (syn. P. suffruticosa subsp. rockii; Rock's bóndarós eða trjábóndarós)
- Paeonia suffruticosa (Kínversk trjábóndarós sem þekkt er í Kína undir nafninu Mudan )
Tákn og notkun
[breyta | breyta frumkóða]Bóndarós er þjóðarblóm í Kína ásamt plómublómi. Forna kínverska borgin Luoyang er miðstöð ræktunar á bóndarósum og þar eru haldnar margar bóndarósasýningar. Bóndarósir eru á málverkum og teikningum frá miðöldum oft sýndar með fræhylkjum því það voru fræin en ekki blómin sem notuð voru til lækninga. Bóndarósir eru víða ræktaðar sem skrautjurtir vegna stórra ilmandi blóma.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Paeonia lactiflora afbrigði af 'Bowl of Beauty'
-
'First Arrival', an Itoh intersectional hybrid
-
Paeonia ludlowii (syn. Paeonia lutea var. ludlowii
-
Paeonia officinalis 'Rubra Plena' afbrigði með tvöfalt blóm
-
Paeonia lactiflora afbrigði 'Alexander Fleming'
-
Paeonia officinalis
-
Paeonia lactiflora afbrigði
-
Paeonia anomala afbrigði
-
Maur dregst að bóndarós vegna blómasafans
-
Nærmynd af bóndarós
-
Blómknappar á bóndarós
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Bóndarósir (Lystigarður Akureyrar)
- Bóndarósir, gleymir nokkur þessum dýrgripum (Blóm vikunnar, Morgunblaðið 18. febrúar 2008)
- Paeoniaceae in Topwalks Geymt 3 mars 2016 í Wayback Machine
- Germplasm Resources Information Network: Paeonia Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine
- Flora Europaea: Paeonia
- Ornamental Plants from Russia: Paeonia Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- The Peony Society (UK)
- Canadian Peony Society
- U.S. Peony Society
- Carsten Burkhardt's Open Source Peony Project
- German Peony Group
- China Daily article on the 2003 national flower selection process
- Rockii Tree Peony
- Blossoming of the Peony flower