Byggðasafn Árnesinga
Útlit
Byggðasafn Árnesinga er safn á Suðurlandi. Það var opnað á Selfossi í júlí 1964 en Skúli Helgason fræðimaður frá Svínavatni í Grímsnesi hafði þá í tæpan áratug safnað merkum gripum úr héraðinu.
Byggðasafnið flutti starfsemi sína á Eyrarbakka árið 1995 og er það nú með grunnsýningu sína í Húsinu á Eyrarbakka. Það rekur Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og er með Almúgahúsið Kirkjubæ einnig til sýnis. Einnig rekur safnið Rjómabúið á Baugsstöðum. Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga Árnessýslu, er eigandi safnsins.