Fara í innihald

Burning Man

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Burning Man hátíðinni árið 2015

Burning Man er árleg samkoma og viðburður sem fer fram þannig að þátttakendur skapa tímabundna borg og samfélag sem kallast Svörtuklettaborg (Black Rock City) í Black Rock eyðimörkinni í Nevada. Viðburðurinn byrjaði sem sumarsólstöðuhátíð en hefur þróast í tilraun með samfélag og listir sem einkennast af þátttöku, sjálfbærni, sjálftjáningu, samfélagi sem byggir á samvinnu og gjöfum en ekki markaðshyggju og sem skilur ekki eftir sig nein ummerki. Tugir þúsunda sækja árlega þennan viðburð.