Fara í innihald

Brynjar Eldon Geirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brynjar Eldon Geirsson

Brynjar Eldon Geirsson (fæddur 1977) er íslenskur kylfingur og golfkennari.

Brynjar er fæddur í Reykjavík er sonur hjónanna Geirs Hallsteinssonar og Ingibjargar Eldon Logadóttur. Brynjar er giftur Gunni Sveinsdóttur og eiga þau börnin Þóreyju, Ingibjörgu og Önnu. Brynjar er einn fjögurra systkina en auk hans eru þau Arnar Geirsson, Logi Geirsson og Nína Geirsdóttir.

Brynjar ólst upp í norðurbæ Hafnarfjarðar en flutti 19 ára til Þýskalands og hóf að stunda nám í golfkennslu við þýska PGA skólann samhliða handknattleik.

Brynjar hefur starfað frá unga aldri við golfþjálfun meðal annars fyrir Golfklúbbinn Keili, Golfklúbb Oddfellow, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbb Reykjavíkur, Golfakademíuna í Paderborn, MGC Potsdam, Golfsamband Íslands, Háskólann í Reykjavík, Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar, Progolf, ásamt því að hafa gegnt stjórnarsetu í PGA á Íslandi og verið í skólanefnd Golfkennaraskólans.

Brynjar stundaði handknattleik frá unga aldri og lék með uppeldisfélagi sínu FH og lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli árið 2011, en Brynjar lék þar að auki með liðum SG Waldfischbach, HSG Agustdorf Hövelhof í Þýskalandi sem atvinnumaður.

Frá byrjun árs 2016 hefur Brynjar gegnt starfi framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands.