Fara í innihald

Brottnám (líffræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brottnám getur átt við brottnám líffæra eða líffæraparta; t.d þegar vísindamenn framkvæma geðskurðaðgerð með því að nema brott ákveðinn hluta af heila í dýri til að sjá hvaða áhrif það hefur. Frammistaða dýrsins er metin á ákveðnum prófum fyrir og eftir aðgerð. Ef breytingin er greinileg má kenna brottnáminu um það. Svipuð aðferð var notuð til að breyta hegðun manna áður en sú aðferð kallaðist hvítuskurður. Brottnám líffæra getur einnig verið nauðsynlegt vegna sjúkdóma eða heilkenna. Það kemur fyrir að líffæri eða líkamshlutar sem hafa í sér æxli eru fjarlægð í heild sinni eða hluta, t.d. brjóstkrabbameini eða legkrabbameini. Algengasta brottnám er líklega botnlangaskurður, þegar kviðarhol sjúklingsins er opnað og botnlangatotan (appendix) er fjarlægð vegna bólgu og sýkingar (appendicitis, appendectomy).