Fara í innihald

Brotaþoli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brotaþoli er samkvæmt lögum sá einstaklingur er kveðst hafa orðið fyrir misgerð af völdum afbrots og/eða hver sem telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af refsiverðri háttsemi, enda hafi hún beinst að honum sjálfum. Þá getur brotaþoli verið sá lögaðili sem sagður er hafa orðið fyrir slíku tjóni.

Í íslensku réttarfari er ekki álitið að brotaþoli sem slíkur sé aðili sakamáls nema og þá að því leyti sem hann setur fram einkaréttarkröfu. Eftir atvikum gæti verið skylt eða heimilt að tilnefna eða skipa brotaþola réttargæslumann úr hópi lögmanna sem sér að verja réttindi brotaþola og veita þeim framgang við rannsókn málsins og fyrir dómi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.