Fara í innihald

Brimarhólmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bremerholm)
Brimarhólmur á korti frá 1728.

Brimarhólmur eða Brimarahólmur (danska: Bremerholm) var upphaflega eyja við Kaupmannahöfn, en síðan tengd landi á 16. öld og reist þar verkstæði danska sjóhersins er var að nokkru rekið með nauðungarvinnu afbrotamanna. Þangað voru m.a. margir íslenskir brotamenn dæmdir. Brimarhólmur var við lýði sem fangelsi frá 16. öld og fram um miðja 19. öld. Frá 17. maí 1741 var hætt að hafa þar aðra afbrotamenn en úr danska sjóhernum og tók Stokkhúsið þá við íslenskum brotamönnum.

  Þessi Danmerkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.