Breiðvísun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Breiðvísun er hugtak í málfræði þegar orðaröð gerir að verkum að óljóst er til hvers tilvísunarfornafnið sem vísar og getur það valdið misskilningi. Breiðvísun flokkast gjarnan sem stílgalli. Dæmi: Ég sá hest á vagninum sem mig langar í. Hér veldur breiðvísun því að hægt er að ruglast á því hvort viðkomandi langi í vagninn eða hestinn. Oftast er hægt að forðast breiðvísun með umorðun, t.d.: Á vagninum sá ég hest sem mig langar í. Hér er tilvísunin skýr, tilvísunarfornafnið er við hliðina á orðinu sem það vísar til, en þannig forðast menn breiðvísun.

  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.