Brauðterta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hringlaga brauðterta

Brauðterta er brauðréttur sem búinn er til úr mörgum lögum af hvítu eða ljósu hveitibrauði með fyllingu á milli laga og skreytingu á yfirborði. Fylling og skreytingar eru mismunandi en oftast úr eggjum og majónesi.

Brauðterta er oft borin fram í veislum og kemur þá í staðinn fyrir heita máltíð. Algengt er að brauðtertur séu bornar fram í erfidrykkjum, útskriftarveislum, fermingarveislum, afmælum og skírnarveislum og öðrum veislum þar sem ekki er vitað nákvæmlega um fjölda gesta fyrirfram.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist