Fara í innihald

Brókarhverfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brókarhverfa
Brókarhverfa er í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi.
Brókarhverfa er í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi.
Ástand stofns

Í mikilli útrýmingarhættu (Náttúrufræðistofnun Íslands)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Engjaskófabálkur (Peltigerales)
Ætt: Hverfuætt (Nephromataceae)
Ættkvísl: Nephroma
Tegund:
Brókarhverfa (N. bellum)

(Spreng.) Tuck.[1]
Tvínefni
Nephroma bellum

Brókarhverfa[2] (fræðiheiti: Nephroma bellum) er tegund fléttna af hverfuætt. Hún er flokkuð sem tegund í bráðri útrýmingarhættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands.[3]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Á heimsvísu finnst brókarhverfa á Norðurheimskautasvæðinu, í Evrópu og í Norður-Ameríku.[1] Brókarhverfa vex sem ásæta á birki og finnst aðeins á einum stað á Íslandi.[4]

Útlit og greining

[breyta | breyta frumkóða]

Brókarhverfa er grá eða brún á efra borði en svört á neðra borði. Miðlag hennar er hvítt og þannig er auðvelt að þekkja hana frá hinni líku strandhverfu sem hefur gult miðlag.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (version Dec 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 2019 Annual Checklist (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X.
  2. 2,0 2,1 Flóra Íslands (án árs). Strandhverfa - Nephroma laevigatum. Sótt þann 30. september 2019.
  3. Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  4. Ólafur Einarsson, Hörður Kristinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson & Jón Gunnar Ottósson (2002). Verndun tegunda og svæða: tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna Náttúruverndaráætlunar 2002.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.