Bríet (félag)
Útlit
- Bríet er líka mannsnafn.
Bríet félag ungra femínista var stofnað í desember 1997 og starfaði til ársins 2005. Fyrstu fundir félagsins voru haldnir í húsnæði Kvennalistans við Pósthússtræti og svo fengu þær inní Hlaðvarpanum. Bríetur beittu sér fyrir aukinni meðvitund samfélagsins á neikvæðum áhrifum kláms og neyslumenningar. Bríet er fyrsta félagið á Íslandi sem kenndi sig opinberlega við femínisma. Félagið stóð fyrir ýmsum femínískum uppákomum m.a. samkomum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og tvær af meðlimum Bríetar þýddu bókina Píkutorfan (Fittstim). Félagskonur í Bríeti ganga oft undir nafninu Bríetur eða Bríetar. Félagið er nefnt til heiðurs Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem var ein af fyrstu íslenskum baráttukonum fyrir réttindum kvenna.