Borgalandfræði
Borgalandfræði er fræðigrein sem fjallar um svæði sem einkennast af byggingum, innviðum, efnahag og umhverfisáhrifum þeirra. Þessi svæði hafa oft háan íbúafjölda og eru í daglegu tali kallað borgir.
Einnig er hægt að líta á þessa grein sem stór undirgrein mannvistarlandfræði. En hún getur líka verið þverfagleg og farið inn á önnur svið eins og mannfræði og borgarfélagsfræði. Borgalandfræðingar reyna að skilja áhrifavalda á rýmið, hvaða tilgangi þeir þjóna og tengsl þeirra. Borgalandfræðingar líta einnig á þróun landnáms. Þannig að einnig kemur skipulagning borga og umbætur fyrir, einnig reyna þeir að finna sameiginleg einkenni borga og sérkenni, hverngi ólíkir þættir tengjast og gera borg að borg. Borgarlandfræði reynir því að gera grein fyrir áhrifum mannsins og umhverfis á breytingar. Borgarlandfræði leggur áherslu á borgina í samhengi við svæði í gegnum lönd og heimsálfur, þ.e. skoða flæði milli landa og borga og áhrif hvað á annað.
Borgalandfræði leggur grunnin að fyrir nokkarar starfsgreinar eins og til dæmis borgarskipulagning, staðsetningarval, fasteignaþróun, greiningar á munstur glæpa og skipulagsgreiningar.
Borgarlandfræði hefur verið sérgrein innan landfræðinnar síðan uppúr 1950 og hefur vaxið mikið uppúr 1970.