Fara í innihald

Bolungarvíkurhöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bolungarvíkurhöfn.

Bolungarvíkurhöfn er höfn í þorpinu Bolungarvík á Vestfjörðum. Þrjár meginbryggur mynda höfnina. Nyrst og austast er Brimbrjóturinn en þar fer fiskilöndun fram. Grundargarður lokar höfninni til suðausturs og þar leggjast stærri bátar að. Fyrir miðri höfn er Lækjarbryggja en þar leggjast að strandveiðibátar og ferðamannabátar. Einnig eru þar tvær minni flotbryggjur fyrir smábáta.

Bryggjukantar eru alls 560 m og mesta dýpt við kant er 8,7 m.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]