Bolholtsætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hin kynsæla Bolholtsætt er komin frá hjónunum Eiríki Jónssyni (17351780) og Kristínu Þorsteinsdóttur (173524. maí 1817), er bjuggu í Bolholti á árunum 1760 - 1783.

Þá stóð Bolholt austur á hæðinni fyrir austan bæinn, sem nú er (væntanlega 1893). Þá var þar allmikið graslendi, sem nú er uppblásið. Þá var og Víkingslækur byggður og átti mikið og gott land, sem nú er einnig uppblásið. Samt voru báðar þessar jarðir þá farnar að spillast talsvert af sandfoki, og búið var að færa Bolholt þaðan, sem það hafði fyrst staðið. Það var 1783 eða 1784 að bæði Bolholt og Víkingslækur lögðust í eyði.

Á Víkingslæk hafði verið tvíbýli, og voru í staðinn gjörðir bæir á Þingskálum og Kaldbak. En Bolholt var byggt aftur vestur við Rangá, þar sem það er nú (1893). 1882 lagðist það í eyði um hríð, en byggðist þó aftur eftir nokkur ár. Þá eyddust líka hinar síðustu leifar af Víkingslækjarheiði. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi (1893). Bolholtsætt 1893. Haukur Eggertsson bjó undir prentun.
  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.