Bodø
Bodø | |
Upplýsingar | |
Fylki | Nordland |
Flatarmál – Samtals |
63. sæti 1,308 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
13. sæti 51,000 38,99/km² |
Bæjarstjóri | Ole Henrik Hjartøy |
Þéttbýliskjarnar | Bodø |
Póstnúmer | 1804 |
Opinber vefsíða |
Bodø (íslenska: Boðvin, lulesamíska: Bådåddjå) er sveitarfélag í norska fylkinu Nordland, og er staðsett rétt fyrir norðan norðurheimskautsbauginn. Sveitarfélagið Bodø er 1.308 km² að stærð, og íbúarnir eru um það bil 51.000. Bodø er höfuðstaður og stærsta borgin í fylkinu.
Í seinni heimstyrjöldinni eyðilagði þýski flugherinn, Luftwaffe, meira en helminginn af öllum bænum. Þá misstu 3.500 manns heimili sín og 15 létust. Þessi atburður gerðist 27. maí, árið 1940. Á þeim tíma var íbúafjöldi bæjarins 6.000.
25 stærstu borgir Noregs (með íbúafjölda 2005 skv. Hagstofu Noregs) |
---|
Ósló (811,700) | Björgvin (213,600) | Stafangur (173,100) | Þrándheimur (147,100) | Fredrikstad (97,100) | Drammen (90,700) | Skien (85,100) | Kristiansand (63,800) | Tromsø (52,400) | Tønsberg (45,000) | Álasund (44,100) | Haugesund (40,300) | Sandefjord (39,600) | Moss (34,500) | Bodø (34,100) | Arendal (30,900) | Hamar (28,800) | Larvik (23,100) | Halden (22,000) | Harstad (19,400) | Lillehammer (19,100) | Molde (18,600) | Mo i Rana (17,900) | Kongsberg (17,700) | Horten (17,700) |