Bleyja
Útlit
(Endurbeint frá Bleia)
Bleyja eða bleia er efni sem dregur í sig úrgang. Bleyjur eru notaðar af einstaklingum sem geta ekki stjórnað hægðum sínum, oftast smábörn og fullorðnum með þvagleka.
Einnota bleyjur eru framleiddar úr þykkum pappír, en einnig eru til taubleyjur fyrir smábörn. Taubleyjur eru oftast búnar til úr bómull, en einnig eru til ullar- og bambusbleyjur. Upprunalega voru taubleyjur ferkantað efni sem var fest með nælu, en núverandi bleyjur finnast í mörgum útgáfum, litum og munstrum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 24.5.2013).
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Bleyjum.