Steinn, skæri, blað
Skæri, blað, steinn (einnig ‚blað, skæri, steinn‘ eða ‚steinn, skæri, pappír‘ eða ‚steinn, skæri, blað‘ og aðrar samsetningar af þessum orðum) er vinsæll fingraleikur sem er er kunnur um heim allan, og stundum notaður á sama hátt og peningakast, teningakast eða úrtalningarvísur. Úrtalningavísur eru t.d. úllen, dúllen, doff og ugla sat á kvisti og eru notaðar til að velja einn úr hóp, þótt úrslitin séu raunar ekki alveg handahófskennd. Skæri, blað, steinn er talinn upprunninn í Kína, og hafa borist þaðan, eða frá Japan, til Vesturlanda á 19. öld.
Leikurinn
[breyta | breyta frumkóða]Leikurinn fer fram þannig að leikmenn slá öðrum hnefanum þrisvar ofan á hinn með sama takti og telja "Skæri, blað, steinn". Í þriðja skiptið breytir hvor leikmaður hnefanum í þá „hönd“ sem hann hefur ákveðið að nota:
- Steinn (krepptur hnefi)
- Skæri (vísifingur og langatöng mynda V)
- Blað (allir fingur vísa út)
Tilgangurinn er að vinna hönd andstæðingsins. Ef báðir sýna sömu hönd er jafntefli.
- 1. Steinn beyglar skæri (steinn vinnur)
- 2. Skæri klippa blað (skæri vinna)
- 3. Blað hylur stein (blað vinnur)
Stundum er leikurinn leikinn þannig að sá sem vinnur tvo leiki af þremur vinnur, eða sá sem vinnur flesta af vissum fjölda leikja.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Spilaðu „Steinn, skæri, blað“ á Wikigames Geymt 7 júlí 2007 í Wayback Machine
- Heimssamtök um steinn, skæri, blað
- Regional variations on Rock Paper Scissors Geymt 28 júlí 2005 í Wayback Machine, úr "Multiculturalpedia"
- RoShamBo Programming Competition Geymt 30 júní 2005 í Wayback Machine
- BombBeatsThemAll, SSB botti sem gefur möguleika á að spila gegnum AIM.
- Stanford University's RoshamBot Geymt 7 júní 2005 í Wayback Machine
- Javascript SSB frá CoolToons
- Steinn, skæri, blað um tölvupóst Geymt 15 nóvember 2005 í Wayback Machine