Blávik
Útlit
Blávik á við dopplerhrif ljóss þegar bylgjulengd styttist (þ.e. ljósið sýnist blárra) vegna þess að ljósgjafinn nálgast athugandann. Andstaðan er rauðvik, sem er vel þekkt innan stjörnufræðinnar, en blávik má greina á fáeinum vetrarbrautum og stafar þá oftast af snúningi þeirra þ.a. að vart verður bláviks frá þeim hluta sem nálgast jörðu.