Ametýst
Útlit
(Endurbeint frá Blákvars)
Ametýst (ametyst eða blákvars) er bláleitt afbrigði af kvarsi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Ametýst er fjólublátt afbrigði af kvarsi en líkist annars bergkristal í kristalbyggingu. Gegnsæir eða hálfgegnsæir kristallar. Stærð 15-20 cm á lengd, 4-5 cm breidd.
- Efnasamsetning: SiO2
- Kristalgerð: trígónal (hexagónal)
- Harka: 7
- Eðlisþyngd: 2,65
- Kleyfni: engin
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Finnst sem sprungu- og holufylling í vel ummynduðu storkubergi. Á Íslandi má finna ametýst í Hornafirði, Lóni, Borgarfirði eystra og Gerpi.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2