Bjarnalaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjarnalaug er innisundlaug á Akranesi sem teiknuð er af Guðjóni Samúelssyni. Hún var opnuð árið 1944.

Á sjómannadaginn árið 1944 var laugin afhent fullbúin í sinni fyrstu gerð. Þeir sem stóðu að byggingu laugarinnar voru minningarsjóður Bjarna Ólafssonar, Skipstjórafélagið Hafþór og sjómanna og vélstjóradeild Verkalýðsfélags Akraness. Minningarsjóður Bjarna Ólafssonar var stofnaður árið 1939 í kjölfar slyss sem átti sér stað í febrúar það ár, er fjórir sjómenn drukknuðu nánast við fjöruna við Teigavör þegar alda reið yfir bátinn þeirra. Einn þeirra var Bjarni Ólafsson skipstjóri. Mennirnir voru ósyndir og varð það kveikjan að því að farið var að safna fjármagni til byggingar sundlaugar.

Bjarnalaug er staðsett að Laugabraut 6 og er hún orðin meira en 70 ára gömul.