Björn Bergmann Sigurðarson
Útlit
Björn Bergmann Sigurðarson (fæddur 26. febrúar 1991) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með ÍA. Björn er hálfbróðir Bjarna, Þórðar og Jóhannesar Karls Guðjónssona.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Björn hóf ferilinn með ÍA en fór síðar út til Noregs og lék með Lilleström 2009-2012. Árið 2012 fór hann til Wolverhampton Wanderers á Englandi og var þar til 2016. Hann sneri svo aftur til Noregs (Molde). Árið 2017 var hann valinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar [1].
Björn spilaði með íslenska karlalandsliðinu frá 2011 til 2018, alls 17 leiki og skoraði eitt mark.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Björn Bergmann bestur í norsku deildinni Vísir, skoðað 27. nóvember, 2017.